» » Hera - Hafið þennan Dag
Hera - Hafið þennan Dag flac
Hera - Hafið þennan Dag flac
Performer: Hera
Title: Hafið þennan Dag
Label: Sena
Country: Iceland
Released: 2003
Style: Vocal
Cat: SCD 287
Rating: 4.1/5
Format: MP3, FLAC, WMA
FLAC size: 1524 mb | MP3 size: 2468 mb | WMA size: 1279 mb
Genre: Pop / Country
Tracklist

1Kysstu Mig Gosi
2Hafið þennan Dag
3Sit Og Vaki
4Stúlkan Sem Starir á Hafið
5Talað Við Gluggann
6Eyrarröst
7Myndin Af þér
8Dimmalimm
9Sönglausi Næturgalinn
Vocals – Hera Hjartardóttir, MegasWritten By – Megas
10Vegbúinn
11Dararamm

Credits

  • VocalsHera Hjartardóttir, Megas (tracks: 3)

Notes

This is Hera's fourth album but second album made in Iceland. On this album Hera sings in Icelandic and invite some of her friends to sing with her.
---
Hera gaf nú fyrir stuttu út sína fjórðu sólóplötu en önnur platan sem hún gerir hér á landi. Í þetta skiptið eru lögin á íslensku og fær hún í lið með sér vini og félaga eins og Megas, KK og Bubba Morthens sem radda og syngja með henni í eigin lögum. Platan hefur að geyma 11 lög og ætla ég hér aðeins að fjalla um þau.

1. Hafið þennan dag - Titillag plötunnar og jafnframt eitt af mörgum lögum á plötunni sem fjalla eða tengjast hafinu á einhvern hátt. “Ég stökk og gaf mig í hyldýpið” - textabrot úr laginu, en textinn í þessu lagi sem og öðrum lögum Heru á plötunni sannar hversu góður textahöfundur hún er.

2. Sit og vaki - Hera segir sjálf að þetta lag fjalli um sama hlut og “Stúlkan sem starir á hafið” með Bubba, en frá öðru sjónarhorni. Þ.e. um stúlku sem misst hefur manninn sinn í vonskuveðri á skipi úti á sjó, en hún situr, vakir og bíður enn. Þetta er mjög fallegt lag og virkilega vel sungið.

3. Sönglausi Næturgalinn - Hera fékk að velja hvaða óútgefna lag sem hún vildi eftir meistara Megas og syngja það með honum á plötunni. Hún valdi lagið Sönglausi næturgalinn og syngja þau frábæran dúet við snilldarlag Megasar. Textinn við þetta lag sýnir og sannar að Megas er að mínu mati langbesta textaskáld landsins.

4. Myndin af þér - Á tónleikum sem Hera hélt á Gauknum í október sagði hún að þetta lag væri um Megas. Lagið fjallar um hversu mikil áhrif Megas er búinn að hafa á Heru sem tónlistarmaður.

5. Eyrarröst - Fínt sjóara lag um tvo sjómenn á bátnum Eyrarröst, textinn er frekar einfaldur svona hálfgerð barnasaga. En samt mjög skemmtilegt og hresst lag sem hittir alveg í mark.

6. Kysstu mig Gosi - Þetta lag er frábært, þetta er um annars vegar eilífðarpúka og hins vegar elífðarengil sem sitja á öxlum manns og reyna að sannfæra mann um hvað sé rétt og hvað sé rangt í lífinu. Mjög skemmtilegur texti um algjörar andstæður.

7. Stúlkan sem starir á hafið - Það þarf ekki að segja mikið um þetta frábæra lag úr smiðju meistara Bubba. En það er hægt að segja mikið um flutning og útsetningu á þessu lagi, en söngurinn er frábær, mjög skýr og fallegur. Útsetningin er mjög skemmtileg, lagið er mun rólegra en útgáfa Bubba, einungis píanóleikur og söngur. Eftir því sem líður á lagið þá magnast það upp og verður magnþrungnara með hverri sekúndunni, Bubbi sjálfur talar textann með Heru undir niðri, virkilega skemmtileg útsetning.

8. Vegbúinn - Allir vita hvaða lag vegbúinn eftir Kristján Kristjánsson er og þarf því ekki mikið að segja um lagið sjálft líkt og lag nr.7. En útsetningin á þessu lagi fangaði mig ekki líkt og lag nr.7. Það er lítil breyting frá útgáfu KK, en samt sem áður fer Hera vel með lagið og er einnig gaman að því að KK syngur bakrödd í laginu.

9. Dararamm - Hratt, kröftugt og mjög grípandi lag. Ekkert meira um fínt lag að segja.

10. Talað við gluggann - Flestir hafa nú heyrt þessa útgáfu Heru af lagi Bubba, Talað við gluggann. En það hefur verið spilað títt á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Mitt mat á þessari útgáfu er einfalt: SNILLLLDDD!!! Það sem fangaði mig um leið þegar ég hlustaði á þessa útgáfu lagsins voru celló og fiðla sem setja þvílíkt sterkan svip á lagið. Stuttar og hraðar strokur cellósins er gegnumgangandi í öllu laginu og fiðlan kemur fram í viðlaginu á virkilega skemmtilegan hátt, endilega hlustið eftir þeim. Snilld.

11. Dimmalimm - Hera tók þátt í Ljósalaginu 2003 með þetta lag og fékk það mjög góða dóma.

Í heildina er þessi plata mjög góð og er nokkuð ljóst að frumraun Heru við íslensku tunguna heppnaðist mjög vel. Textarnir hennar eru mjög vel samdir, sumir eru frekar einfaldir en hnitmiðaðir, aðrir eru frábærlega vel skrifaðir og útpældir. Ég mæli eindregið með að allir kíkji á þessa plötu því hún er glæsileg.

Einkunn: 9/10

Video

Album

Album 2015 11 Songs. More By Hera. Seven Lines feat. Hamid Drake. 가리베가스 - EP. Goodbye Kiss feat. Listen free to Hera Hafið Þennan Dag Hafið þennan dag, Sit og Vaki and more. 11 tracks 38:29. Hafið Þennan Dag, 2015. Talað Við Gluggann, 04:11. Hafid Thennan Dag - Hera. Лента с персональными рекомендациями и музыкальными новинками, радио, подборки на любой вкус, удобное управление своей коллекцией. Awake for Hours. 2020 сингл. Ko Htett, Myat Min Ko, Htoo Way, Hera. Run Away. Hafið Þennan Dag. Twelve Olympians. 2014 сингл. Two years later, Hera released her second independently produced album Not So Sweet and her career started to take off after a track from it, Itchy Palms, was chosen as the title track for the award winning Icelandic film Hafið The Sea. The song resulted in her being nominated for two awards at the 2002 Icelandic Music Awards. She won for 'Best Female Singer', a category that had only ever been won by Björk or Emilíana Torrini in the ten-year history of the awards. Not Your Type 2002. Hafið þennan dag 2003. Achieved Gold status in Iceland in 2005. Don't Play This 2005. or open in our Desktop ð Þennan Dag. 2015 - 11 songs. Stúlkan Sem Starir Á Hafið. Hafið þennan dag. Release group by Hera. Released: Nov 2015